Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Viðgerð lokið á tölvusneiðmyndatæki

08.10.2013 - 20:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Viðgerð er lokið á tölvusneiðmyndatæki Landspítalans við Hringbraut en það bilaði um klukkan hálf þrjú í dag. Hitt tölvusneiðmyndatæki spítalans í Fossvogi hefur verið bilað undanfarna fimm daga, það er aðeins nokkurra ára gamalt en búist er við að viðgerð á því ljúki á morgun.

Í tilkynningu frá Landspítala segir að framkvæmdastjórn spítalans hafi boðað til skyndifundar í dag þegar í ljós kom að bæði tækin voru biluð. Þeir sjúklingar sem þurftu að myndatöku að halda fengu hana án tafar í Orkuhúsinu og gerðar voru ráðstafanir til að tryggja öryggi sjúklinga eins og unnt var við þessar óvenjulegu aðstæður, segir í tilkynningu frá Landspítalanum.