Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Viðburðarík nótt hjá lögreglu

Mynd með færslu
 Mynd:
Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs. Á tólfta tímanum var annar ökumaður stöðvaður sem var einnig undir áhrifum fíkniefna og ók bifreið sinni á níutíuogþriggja kílómetra hraða á Miklubraut.

Nokkuð var um tilkynningar vegna ölvunar og hávaða.  Lögregla fór á sjö staði víðsvegar um borgina og bað fólk um að sýna nágrönnum sínum tillitsemi með því að lækka í tónlist og öðrum skemmtana skarkala.