Viðbrögð við ebólu rædd á Alþingi

09.10.2014 - 08:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Sóttvarnarlæknir og yfirlæknir sýkingavarna ræddu um e-bólu sjúkdóminn á fundi með velferðarnefnd Alþingis í gær. Fékk nefndin upplýsingar um áætlun sem unnið er eftir hér og að verið sé að búa til teymi starfsmanna, 25 til 30 manns, sem að mun fá þjálfun og taka til starfa ef á þarf að halda.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði á Alþingi í gær að sóttvarnarlæknir hefði auk þess bent á að á milli Norðurlandanna væri samkomulag þannig að efti til krísuástands kæmi væru löndin skuldbundin til að aðstoða hvert annað varðandi sjúkraflutninga og innlagnir. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi