Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Víða ófært á landinu

10.03.2020 - 23:14
Mynd með færslu
 Mynd: Mynd - Vefmyndavél Vegagerðari
Hvasst er á landinu, einkum á fjallvegum og skafrenningur. Á vef Vegagerðarinnar segir að mjög líklegt sé að færð spillist og jafnvel að vegir lokist þegar þjónustu lýkur klukkan tíu. Ófært er á Siglufjarðarvegi utan fljóta og eins er ófært út í Grenivík. Þá var ákveðið að loka Öxnadalsheiðinni klukkan tíu. 

Á Norðausturlandi er lokað yfir Fjöllin og á Tjörnesi. Ófært er í Öxarfirði og austur yfir Hólaheiði, en einnig á Hólaskarði, Brekknaheið og Sandvíkurheiði. 

Á Austurlandi er lokað um Fagradal og Fjarðarheiði og sömuleiðis norður yfir Fjöllin. Mikil ófærð er einnig á öðrum vegum. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV