„Við getum alveg haft áhrif“

Mynd:  / 

„Við getum alveg haft áhrif“

31.05.2017 - 09:33

Höfundar

Kött Grá Pjé samdi lag dags rauða nefsins í ár. Lagið nefnist „Opnum dyrnar“, en starf UNICEF stendur honum nærri því hann hefur verið heimsforeldri í 11 ár. 

Lagið fjallar um að það sé hollt að líta sér fjær af og til segir rapparinn. „Við getum alveg haft áhrif,“ sagði Kött Grá Pjé í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem lagið var frumflutt.

Dagur rauða nefsins er haldinn 9. júní. RÚV verður með beina sjónvarpsútsendingu á deginum sem haldin er í samvinnu við UNICEF. Þar verður boðið upp á grín og alvöru í bland með þjóðþekktum grínistum, leikurum, skemmtikröftum og tónlistarmönnum.