Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Við erum HAM og þið eruð HAM + Dómsdagsreggí

Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski - www.floriantrykowski.de

Við erum HAM og þið eruð HAM + Dómsdagsreggí

27.10.2016 - 09:15

Höfundar

Í Konsert vikunnar syngja og spila HAM og Jimi Tenor og Hjálmar.

Leiðir Lopapeysu-reggí strákanna frá íslandi og finnans Jimi Tenor lágu saman fyrir nokkrum árum og úr varð að ákveðið var að gera plötu á Íslandi, með honum og Hjálmum. Platan sem var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði kom út 2012 og heitir Dub of Doom, og inniheldur einskonar Dómsdags-reggí.

Það voru ýmsir soldið hissa þegar þeir sáu Hjálmana birtast á sviðinu í Silfurbergi í Hörpu á Airwaves 2012 með Jimi Tenor - hvar voru Lopapeysurnar? Hvað eru þeir að gera í þessum svörtu Heví metal-bolum og af hverju eru þeir með þessar skikkjur. Í fyrri hluta Konsert heyrum við upptöku Rásar 2 frá tónleikum Hjálma og Jimi Tenor á Airwaves.

Í seinni hlutanum er röðin svo komin að hljómsveitinni HAM og tónleikum sveitarinnar á Iceland Airwaves 2011.

HAM var starfandi frá 1988 til 1994 og lagði þá upp laupana. 7 árum síðar kom HAM saman á ný í þeim tilgangi að hita upp fyrir þýsku hljómsveitina Rammstein í Laugardalshöll. Síðan hefur HAM verið starfandi með hléum og það er ekkert sem lítur út fyrir að það muni breytast í náinni framtíð.

2011 kom nýjasta plata sveitarinnar út, Svik harmur og dauði, og í október það ár spilaði HAM á Airwaves eins og svo oft fyrr og síðar. Tónleikarnir í heild sinni eru í Konsert-þætti vikunnar.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Björk - Vulnicura live og Lay Low á Airwaves

Popptónlist

Sprengjuhöllin og Vampire Weekend á Airwaves!

Popptónlist

Skemmtileg sögustund með söngvaskáldi -