Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vetrarsólstöðum fagnað í Ásheimi

Mynd með færslu
 Mynd:
Það hýrnar yfir landanum með hækkandi sól. Frá 21. desember hefur dagurinn lengst um nokkrar mínútur, skammdegið er þannig á undanhaldi.

Jólablótið, stærsta hátíð ásatrúarfólks, er helgað þessum áfanga.

Á bænum Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði var haldið sérstaklega glæsilegt jólablót á vetrarsólstöðum. Samkoman markaði tímamót því um var að ræða fyrsta blótið í nýju hofi sem þarna er risið. Húsið hefur hlotið nafnið Ásheimur, og er það fyrsta síðan á þjóðveldisöld sem er beinlínis reist með helgihald heiðinna í huga.

Hjónin á bænum, þau Árni og Heiðbjört, hafa með aðstoð vina sinna unnið við bygginguna undanfarin ár en nú má segja að þau hafi uppskorið árangur erfiðisins.

Þáttinn í heild er hægt að sjá á http://www.ruv.is/landinn
Hér er Landinn á Facebook og svo svo erum við á Instagram: #ruvlandinn.