Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vetrarfærð og lokanir víða um land, unnið að opnun vega

18.03.2020 - 07:03
Innlent · færð · Veður
DCIM\100MEDIA\DJI_0252.JPG
 Mynd: Guðmundur Fylkisson - Aðsend mynd
Vetrarfærð er um landið norðanvert eftir mikla snjókomu síðustu daga. Fjöldi vega er þungfær, ófær eða lokaður á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi, en unnið er að því að opna allar langleiðir, segir á vef Vegagerðarinnar. Einnig er hálka og þæfingur víða á Austurlandi.

Á Suðaustur- og Suðurlandi er þjóðvegur 1 greiðfær enn sem komið er, en upp úr hádegi er spáð töluverðri snjókomu í þessum landshlutum og þá gæti færð tekið að spillast þar. Er vegfarendum alstaðar á landinu bent á að fylgjast með heimasíðu Vegagerðarinnar, þar sem allar upplýsingar um færð á vegum landsins eru uppfærðar oft og tíðum í takt við aðstæður hverju sinni. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV