Vetrarbræður vinnur Bodil-verðlaunin

Mynd með færslu
 Mynd: Vetrarbræður - Bíó Paradís

Vetrarbræður vinnur Bodil-verðlaunin

18.03.2018 - 10:46

Höfundar

Kvikmyndin Vetrarbræður, sem Hlynur Pálmason leikstýrði, hlaut í gærkvöld dönsku Bodil-verðlaunin sem besta kvikmynd síðasta árs. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda í Danmörku og fengið fjölda verðlauna, meðal annars aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn síðasta haust. Þá var hún einnig valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Robert í febrúar.

Bodil-verðlaunin eru ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu en þau voru fyrst veitt árið 1948. Samtök kvimyndagagnrýnenda í Danmörku veita verðlaunin og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í gær.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hlynur Pálmason leikstýrði myndinni

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Vetrarbræður hlutu níu Robert-verðlaun

Kvikmyndir

Ástsveltir Vetrarbræður

Kvikmyndir

„Þetta er ein frábær mynd á eftir annarri“

Menningarefni

Keppir um Gullhlébarða með Mikkelsen að vopni