Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vesturlandabúar fjölmenna í Pjong Jang-maraþon

epa06656368 A photo released by the North Korean Central News Agency (KCNA), the state news agency of North Korea, shows participants running in the 29th Mangyongdae Prize International Marathon in Pyongyang, North Korea, 08 April 2018 (issued 09 April 2018). EPA-EFE/KCNA  EDITORIAL USE ONLY
Frá Pyong Yang maraþoninu 2018 Mynd: EPA

Vesturlandabúar fjölmenna í Pjong Jang-maraþon

07.04.2019 - 07:32
Margfalt fleiri vestrænir ferðamenn eru á ferðinni í Pjong Jang um þessa helgi en venjulega, og það í bókstaflegum skilningi, því 950 Vesturlandabúar ýmist taka þátt í Pjong Jang-maraþoninu eða fylgjast með því á staðnum að þessu sinni. Þetta er ríflega tvöföldun frá síðasta ári, þegar 450 Vesturlandabúar hlupu eða horfðu á félaga sína hlaupa 42, 21 eða 10 kílómetra eftir götum höfuðborgar Norður Kóreu.

AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir fjórum ferðaskrifstofum sem selja pakkaferðir á Pjong Jang-maraþonið. Ekkert dregur jafnmarga vestræna ferðamenn til Norður Kóreu og þetta hlaup, sem helgað er minningu hins löngu látna landsföður, Kim Il-sung. Árlega leggja um 5.000 Vesturlandabúar leið sína til þessa lokaða lands, flestir þeirra, um 1.000 talsins, bandarískir ríkisborgarar.