Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vestfirðir ólíkir öðrum stöðum á landinu

08.05.2014 - 11:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Sæbrött hamrafjöll, tignarleg náttúra og gullnar strendur eru aðalsmerki sunnanverðra Vestfjarða og á ferðalagi um þessar slóðir má finna sögur og ævintýri af fólki og fyrirbærum í næstum hverjum firði og hverri vík. Þar bjó Gísli Gíslason á Uppsölum og þar finnast fjörulallar í sjó.

Vestfirðir eru ólíkir öðrum stöðum á landinu. Þar er varla sléttlendi að finna og til að komast milli staða þarf að keyra yfir fjöll og um firði, milli víkna og voga og um snarbrattar brekkur. Þótt undirlendi sé af skornum skammti leynast þar gróðurríkir reitir og fagrir fjalladalir sem vert er að gefa gaum.

Í fimmta þætti af Ferðastiklum ferðast Lára Ómarsdóttir ásamt föður sínum, Ómar Ragnarssyni um sunnanverða Vestfirði. Þátturinn er á dagskrá RÚV sunnudaginn 11.maí kl. 20.10