Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vésteinn leiðir lista Alþýðufylkingarinnar

06.10.2017 - 10:54
Mynd með færslu
 Mynd: Alþýðufylkingin
Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir kosningarnar til Alþingis 28.október.

Yngsti frambjóðandinn er 22 ára og sá elsti 76 ára. Á framboðslistanum eru 16 karlar og sex konur. 

Frambjóðendur Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík-norður, eru eftirfarandi: 

1. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík

2. Drífa Nadia Mechiat, þjónustustjóri ,Reykjavík

3. Héðinn Björnsson, jarðeðlisfræðingur, Danmörku

4. Margrét Haraldsdóttir, framhaldsskólakennari, Mosfellsbæ

5. Sindri Freyr Steinsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík

6. Þóra Sverrisdóttir, leikskólakennari  Reykjavík

7. Guðbrandur Loki Rúnarsson, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík

8. Gunnar Freyr Rúnarsson, sjúkraliði , Reykjavík

9. Axel Björnsson, sölumaður, Reykjavík

10. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona, Reykjavík

11. Almar Atlason, listamaður, Reykjavík

12. Elín Helgadóttir, sjúkraliði, Reykjavík

13. Jón Karl Stefánsson, forstöðumaður, Reykjavík

14. Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík

15. Einar Viðar Guðmundsson, nemi, Ísafirði

16. Þorsteinn Kristiansen, flakkari, Danmörku

17. Ólafur Tumi Sigurðarson, nemi, Reykjavík

18. Þórður Bogason, slökkviliðsmaður, Reykjavík

19. Unnar Geirdal Arason, nemi, Kópavogi

20. Friðgeir Torfi Gróuson Ásgeirsson, hönnuður

21. Sigurjón Tryggvi Bjarnason, nemi, Reykjavík

22. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, Danmörku

Fréttin hefur verið uppfærð. Í tilkynningu frá Alþýðufylkingunni kom fram að Tómas Daði Halldórsson, verkstjóri, Reykjavík væri í 20. sæti listans. Hið rétta er að Friðgeir Torfi Gróuson Ásgeirsson er í því sæti. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV