Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Verulegar tafir hjá Akstursþjónustu Strætó

28.02.2020 - 07:15
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Verulegar tafir eru hjá Akstursþjónustu Strætó fyrir fatlaða vegna færðar. Ástandið er sérstaklega slæmt í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins, segir Erlendur Pálsson, sviðsstjóri akstursþjónustunnar.

Akstursþjónustan sé með áttatíu bíla venjulega í umferð en aðeins örfáir hafa komist af stað í morgun, segir hann. Fyrstu ferðir hefjist venjulega klukkan hálf sjö. 

Erlendur segir að sumir bílstjórar hafi ekki komist heiman frá sér í morgun vegna færðarinar og einhverjir bílar séu fastir úti í bæ. Reynt verði að vinna niður tafirnar eftir því sem líður á daginn og vegir verða ruddir. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV