Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Vert þú bara ekkert að plata Jónssyni!

24.08.2017 - 14:23
Mynd: Doddi / Doddi
Friðrik Dór og Jón Jónssynir kíktu í Sumarmorgna í morgun og voru með læti. Þeir töluðu tónlistarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar sem fram fer um helgina. Þeir koma báðir þar fram en samt í sitt hvoru lagi, nánar um það hér fyrir neðan. Eins og venjan er í Sumarmorgnum þá hnoða tónlistarmenn í þekju og þeir fengu lánað eitt gott frá konungi Hafnarfjarðar, Bjorgvini Halldórs.

Með því að smella á myndina af þeim bræðrum og Andra Frey má heyra þessa mögnuðu útsetningu þar sem Friðrik mátar nærbuxur Sigríðar Beinteins og hvað haldið þið... þær smell passam það er erfitt að heyra hvort það sé Friðrik eða Sigríður sem syngja.

Hjarta Hafnarfjarðar: https://www.tix.is/en/event/4490/hjarta-hafnarfjar-ar/

Heimsókin fór öll fram í beinni útsendingu á fésbók líf og má sjá hér: https://www.facebook.com/RUVras2/

 

doddi's picture
Þórður Helgi Þórðarson
dagskrárgerðarmaður