Versta hungursneyðin í hundrað ár

15.10.2018 - 18:45
epa06331499 A malnourished Yemeni child receives treatment amid worsening malnutrition in the emergency ward of a hospital in Sana'a, Yemen, 15 November 2017. According to reports, more than 50,000 children under the age of 15 in Yemen are at risk of
Um 20 milljónir líða sára neyð í Jemen, þar af eru 11 milljónir á barns aldri Mynd: EPA-EFE - EPA
Hungursneyð vofir yfir tæpum helmingi íbúa Jemens, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Samtökin vara við því að verði ekkert að gert bresti þar á versta hungursneyð í heiminum í heila öld. Sameinuðu þjóðirnar skoða nú hvort Sádi-Arabar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með því að einangra land á vonarvöl.

Hungur annað hvort vofir yfir eða er þegar veruleiki um þrettán milljóna Jemena, rétt um helmings þjóðarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Samtökin biðla til Sádi-Araba að hætta hernaði í landinu til að minnka líkur á því sem Sameinuðu þjóðirnar segja að gæti orðið versta hungursneyð í heiminum öllum á síðustu hundrað árum

Það eru um þrjú ár síðan blóðug borgarastyrjöld, styrkt af utanaðkomandi stórveldum, braust út í þessu fátækasta ríki Miðausturlanda. Hörð átök í Hodeidah gera bágt ástandið enn verra en um hafnarborgina berst alla jafna matur og aðrar nausynjar fyrir um 80% íbúa landsins. Til að bæta gráu ofan á svart er aðgengi hjálparsamtaka að landinu afar lítið og stopult. 

Fólki í Jemen gengur fátt að sólu. Stríðið í Jemen er stundum kallað Gleymda stríðið, vegna meints áhugaleysis umheimsins á því sem þar fer fram. Það er tilfinning margra íbúa landsins, sem leggja á flótta undan stríðsátökum eða hungri, en hafa ekki að neinu að hverfa.

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi