Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Verra veður en spáð var í Vestmannaeyjum

14.02.2020 - 03:04
Mynd með færslu
 Mynd: Tígull
Veðrið í Vestmannaeyjum er verra en spáð hafði verið, segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri. Mesti vindur á Stórhöfða er þegar farinn í 39 metra á sekúndu og 48 metra í hviðum. Ekki bætir úr skák að hvassviðrinu fylgir úrkoma. Spáð hafði verið 32 metrum á sekúndu.

Skömmu fyrir klukkan þrjú var björgunarsveitin búin að fara í fimm útköll vegna foks af húsum. Járnplötur og klæðningar eru farnar að losna af húsum. Ekki var hægt að fara í öll útköll vegna þess hversu hvasst er. 

Páley segir að búið sé að fullmanna aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum auk þess sem björgunarsveitin sé komin á fulla ferð.

Ljósmyndari bæjarblaðsins Tíguls myndaði lögreglumenn og aðgerðarstjórn að störfum.

Mynd með færslu