Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Verkið er köggull inni í vitundinni

Mynd: hallaharðar  / hallaharðar

Verkið er köggull inni í vitundinni

14.03.2018 - 09:04

Höfundar

„Þetta er verk sem talar beint inn í hlutinn sjálfan,“ segir myndlistarmaðurinn Bjarki Bragason um hverfandi Harburgar-minnisvarðann í Hamborg. Bjarki er lektor við Listaháskóla Íslands og sagði Víðsjá frá eftirminnilegustu myndlistarverkunum sem hann hefur upplifað.

„Þetta er líka verk sem minnir okkur á það sem listin getur gert, til þess að minna okkur á staðnum en er ekki á staðnum,“ segir Bjarki. Það var ísraelska myndlistarkonan Shalev-Gerz  sem setti upp verkið við lestarstöð í Harburg hverfinu í Hamborg, en frá þeirri lestarstöð höfðu gyðingar verið sendir í útrýmingarbúðir nasista. „Hún lét reisa minnisvarða, margra metra háa blýsúlu sem stóð á miðju torginu sem fólk gat krotað á og skafið í, og með ákveðnu millibili var blýsúlunni sökkt um nokkra metra í senn. Þangað til að með árunum er súlan sokkin í sendin jarveginn og engum lengur sýnileg.“

Mynd með færslu
 Mynd: bjarki - bjarki
Harburgs disappearing monument, Esther Shalev-Gerz.

„Þetta er verk sem talar beint inn í hlutinn sjálfan, það er þarna en það er þarna ekki, það er eins og köggull inn í vitundinni,“ segir Bjarki. „Sem að ég held að sé mjög sterk leið til að tala um jafn erfiða hluti og helförina í minnisvörðum þar sem þú ert ekki að búa til myndlíkingu af hlut. Það er það sem listin getur gert, hún teiknar upp mynd fyrir okkur en hún er líka óáþreifanleg og ósýnileg, eins og flest í okkar lífi.“

Rætt var við Bjarka um eftirminnilegar upplifanir í Víðsjá og hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Tónlist

Pönk, pólitík og myndlist í New York

Myndlist

Sigurður Guðjónsson er myndlistarmaður ársins

Myndlist

Myndlistin kenndi mér að treysta innsæinu

Myndlist

Hápólitískt lán á miðaldamyndlist