Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Verkfalli háskólakennara frestað

16.04.2014 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Boðuðu verkfalli háskólakennara hefur verið frestað, að því er fram kemur í tölvupósti sem nemendur við Háskóla Íslands fengu laust fyrir klukkan fjögur í dag.

Í yfirlýsingu sem Kristín Ingólfsdóttir rektor sendi síðdegis, segir að Félag háskólakennara hafi ákveðið að fresta boðuðu verkfalli dagana 25. apríl til 10. maí 2014, eftir viðræður við Samninganefnd ríkisins. Rektor segir að á undanförnum árum hafi „félagsmenn Félags háskólakennara tekið á sig launaskerðingu, aukna kennsluskyldu og aukið álag vegna mikillar fjölgunar nemenda. Háskóli Íslands mun koma til móts við óskir Félags háskólakennara eftir fremsta megni.“

Í tölvupósti til nemenda segir „Boðuðu verkfalli Félags háskólakennara hefur verið frestað og því höldum við okkar striki í undirbúningi prófa samkvæmt auglýstri próftöflu.“

 

Tölvupóstur sem nemendum var sendur í dag.