Verkfall kennara hefst á mánudag

13.03.2014 - 12:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Verkfall framhaldsskólakennara hefst að óbreyttu á mánudag. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags þeirra, segir að fundað sé daglangt í húsakynnum ríkissáttasemjara þessa dagana. Staðan sé, líkt og áður, þung og erfið.

Aðalheiður sagði í fréttum Rúv fyr í vikunni að framhaldsskólakennarar séu mjög reiðir yfir því að þurfa að beita verkfallsaðgerðum eina ferðina enn. Það hafi staðið lengi í kjarasamingum að laun kennara eigi að þróast í samræmi við laun samanburðahópa. Það hafi ekki gengið eftir.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi