Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Verkfall hefst 25. apríl

10.04.2014 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Verkfall háskólakennara og annars háskólamenntaðs stjórnsýslustarfsfólks hefst 25. apríl og stendur yfir til 10. maí náist ekki viðunandi kjarasamningar við samninganefnd ríkisins. Þetta segir Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara.

Hann segir að nú sé verið að reyna að ná saman í viðræðum og ómögulegt að segja til um hvort verkfall verði niðurstaðan. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur miklar áhyggjur þar sem umræddur tími er lögbundið próftímabil stúdenta sem helst í hendur við útborgun námslána, sumarstörf og fleira. Ríflega 3.500 háskólanemar hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að ná fram ásættanlegum samningum sem tryggja samkeppnishæfni menntastofnana