Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Verkfall 20 þúsund verslana í Níkaragva

08.09.2018 - 05:27
epa04523995 Hundreds of demonstrators participate in a protest against the inter-oceanic canal project in Managua, Nicaragua, 10 December 2014. Demonstrators waved flags, chanted anti-government slogans as they marched in the capital.  EPA/Mario Lopez
Mótmæli almennings gegn fyrirhuguðum skipaskurði þvert yfir Níkaragva eru ekki ný af nálinni. Þessi mynd er tekin í höfuðborginni Managua í desember 2014. Mynd: EPA
Verslunareigendur í Níkaragva beittu stjórnvöld þrýsting að leysa mótmælendur úr fangelsi með því að hefja sólarhringsverkfall í gær. 20 þúsund verslanir í aðalverslunarhverfi  höfuðborgarinnar Managua, voru lokaðar. Meira en 300 almennir borgarar hafa verið ákærðir fyrir mótmælin sem hafa staðið yfir í höfuðborginni undanfarin misseri. Þá hafa stjórnvöld sakað 85 manns um að fremja hryðjuverk með mótmælunum.

AFP fréttaveitan hefur eftir verslunareiganda að verkfallið sé nauðsynlegt. Verslunareigendur séu með þessu að styðja við þá sem hafa verið fangelsaðir og pyntaðir, aðeins vegna þess að þeir mótmæltu stjórnvöldum. 

Þetta er ekki fyrsta verkfall í Níkaragva í sumar en minnst 300 manns hafa látist í hörðum mótmælum í borginni síðustu mánuði. Krafa mótmælenda er að Daniel Ortega forseti segi af sér.