Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Verið að vinna að neyðarþjónustu

17.11.2017 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Notendur hýsingafyrirtækisins 1984 fá aðgang að neyðarþjónustu með nýjum tölvupósti og þeim póstum sem hefur borist síðan vefþjónn fyrirtækisins hrundi. Algjör bilun varð í kerfum hýsingafyrirtækisins aðfaranótt mánudags sem leiddi til þess að um 23 þúsund netföng og um 10 þúsund heimasíður hrundu.

Um 20 prósent Íslendinga notast við þjónustu frá 1984. Eldri tölvupóstar verða aðgengilegir á næstu dögum. „Það er ekki komið í ljós hvað gerðist. Við látum þá rannsóknavinnu sitja á hakanum á meðan við komum þessu í lag og við höfum komið hagsmunum viðskiptavina okkar í skjól. Þessi bilun er algjörlega einstök á heimsvísu.“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu.

Mörður segir að til standi að fara í ítarlega rannsókn á því hvað gerðist ásamt lögreglu ef eitthvað saknæmt komi í ljós.
 

 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV