Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Verður það íslenskur höfundur ...

Mynd með færslu
 Mynd:

Verður það íslenskur höfundur ...

24.10.2014 - 20:28
... sem tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs á miðvikudaginn. Undanfarnar vikur hefur í þættinum Orð*um bækur verið fjallað um allar bækurnar 26 sem tilnefdar eru til beggja bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014, 13 bækur ætlaðar börnum og unglingum og 13 ætluð fullorðnum.

Í þættinum Orð*um bækur sem frumfluttur er þremur dögum áður en verðlaunin verða afhent í Bláa salnum í ráðhúsi Stokkhólms ræða þær Jórunn Sigurðardóttir, Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir um hvaða bækur  séu líklegastar, hvaða barna - og unglingabók og hvaða fagurbókmenntaverk ætlað fullvaxta lesendum. Hér má skoða lista yfir bækurnar sem tilnefndar eru til hinna gamalgrónu Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hér þær bækur sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Öll verkin 26 eru framúrskarandi bókmenntaverk og því ekki einfalt að spá fyrir um hvaða verk fái verðlaunin. Eigi að síður slær hjartað vissulega með einni, tveimur, þremur bókum í hvorum flokki fremur en öðrum. Þær stöllur voru til að mynda sammála um að íslensku bækurnar, Illska eftir Eirík Örn Norðdal sem nýlega hefur fengið mjög fína dóma í sænsku pressunni sem og Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur hljóti að hafa komið ákaft til álita dómnefndarinnar.

Það sama má segja um barna - og fjölskyldubækurnar sem tilnefndar eru, Tímakistu Andra Snæs Magnasonar og Stínu Stórusæng eftir Lani Yamamoto.Báðar þess bækur hafa þegar unnið til verðlauna. Tímakistan fékk Íslensku bókmemmtaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins í ár. Stína Stórasæng fékk hins vegar Fjöruverðlaunin.

Til gamans má geta þess að þau Eiríkur og Auður voru á sínum tíma líka verðlaunuð fyrir sínar bækur. Eiríkur Örn Norðdal fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrra og Auður Fjöruverðlaunin í hitteðfyrra.   

Ýmsar fleiri bækur voru nefndar í samtali þeirra Jórunnar, Brynhildar og Mörtu þ.á.m. Krigen eftir þær norsku Gro Dahle og Kaiu Linneu Dahle Nyhus og HalliHallo Så er der nye firkantede historier eftir Danina  Louis Jensen og Lillian Brögger og síðast en ekki síst Sagan um flötu kanínuna eftir Færeyinginn Bárð Óskarsson

Þá voru bækur hins norska Tomasar Espedal Bergeners nefnd, ljóðabókin Minnesburen eftir  Evu Runefelt og skáldsagan Kairos eftir Andrzej Tychí sem Svíar tilnefndu nefndar sem verðugar verðlaunabækur. Fleiri bækur voru nefndar eins og hér á heyra.