„Ég hef fulla trú á því að það verði brjálað stuð að búa í Fjarðabyggð,“ segir Karl Óttar Pétursson, sem er nýráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Karl Óttar er jafnframt söngvari pönkrokksveitarinnar Saktmóðigur sem gaf frá sér plötuna Lífið er lygi í lok júní. Karl er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hyggst flytjast búferlum austur á firði.