Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Verðtryggð lán takmörkuð við 25 ár

23.01.2014 - 16:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Aldrei hafa jafn stór skref verið stigin til afnáms, stendur skrifað á einni kynningarglæru á blaðamannafundi starfshóps um afnám verðtryggingar. Verðtryggð lán verða takmörkuð við tíu ár að lágmarki og 25 að hámarki. Blaðamannafundurinn stendur nú yfir.

Starfshópurinn leggur til fjórar tillögur til að ná þeim markmiðum sem honum sé ætlað að ná.  

  1. Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til lengri tíma en 25 ára þann 1.janúar 2015.
  2. Lágmarkstími  verðtryggðra neytendalána hækkaður úr fimm árum í allt að tíu ár þann 1.janúar 2015. 
  3. Takmarkanir settar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána þann 1.janúar 2015. 
  4. Hvatar auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána þann 1.janúar 2015. 

Breytingarnar eru sagðar þær mestu frá setningu Ólafslaganna árið 1979, segir Ingibjörg Ingvadóttir, formaður starfshópsins, en með lögunum var verðtryggingunni komið á á sínum tíma. 

Á blaðamannafundinum kom fram að starfshópurinn telji að afnám verðtryggingar gæti leitt til þyngri greiðslubyrði og gert þeim tekjulægstu erfiðara fyrir að kaupa fasteign. Þá geti afnám hennar leitt til 20 prósenta lækkunar fasteignaverðs á tveimur árum. Hagvöxtur gæti minnkað til skamms/millilangs tíma. Hópurinn leggur til að verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára verði afnumin. Þau séu versta birtingarmyndin.