Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Verðmætur samruni varðveittur á bak við gler

Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson

Verðmætur samruni varðveittur á bak við gler

23.05.2016 - 17:26

Höfundar

Berlinde de Bruyckere er belgísk myndlistakona sem á opnunarsýninguna á Listahátíð Reykjavíkur að þessu sinni. Hún sýnir þrjá skúlptúra og teikningar í Listasafni Íslands. Skúlptúrarnir eru unnir í vax, hár og hrosshúðir.

Stærsta verkið á sýningunni sýnir tvo hesta í fullri líkamsstærð sem hvelfast hvor um annan inni í stórum opnum sýningarskáp. De Bruyckere segist hafa fyrst unnið með sútaðar hestahúðir 1999 þegar safn tileinkað fyrri heimstyrjöldinni bað hana að vinna verk um styrjaldir.

Hún segist fá að nota húðir af hestum sem hafa gefið upp öndina á dýraspítala háskólans. Hún segir prófessor við háskólann hjálpa til við að finna réttu dýrin sem henta hverju verki fyrir sig. Hún tekur dæmi af skúlptúrnum á sýningunni hér í Listasafni Íslands. Fyrir það verk vildi hún tvo kraftmikla og stóra hesta. Síðan segist hún geta nýtt sér aðstöðuna í Háskólanum því þar eru talíur og tæki sérhönnuð til að fást við svo stóra skrokka.