Verðlaunamúsík og meira

Verðlaunamúsík og meira

13.01.2019 - 11:04

Höfundar

Music Moves Europe Talent Award og Golden Globe

Við ætlum að hlusta á mikið af músík í þessum þætti sem hefur sjaldan eða aldrei heyrst áður í þessum þætti eða á Rás 2

Við ætlum að kynnast listafólkinu unga sem hlýtur í ár ný evrópsk tónlistarverðlaun; Music Moves Europe Talent Award, eða MMETA, en verðlaunaafhendingin fer fram miðvikudagskvöldið 16. janúar við hátíðlega athöfn í borginni Groningen í Hollandi á Eurosonic Festival. Reykjavikurdætur eru á meðal vinningshafa.

Við ætlum líka að heyra lögin 5 sem voru tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna í ár í flokknum lag ársins frumsamið fyrir kvikmynd, en Golden Globe verðlaunin voru afhent fyrir viku.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes. Og hér fyrir neðan er nýjasti Rokkland mælir með-playlistinn á Spotify-

Tengdar fréttir

Tónlist

Nýtt vín á misgömlum belgjum..

Tónlist

Rokkland - brot af því besta 2018

Tónlist

Greta Van Fleet - Costello - Dúkkulísur ofl

Tónlist

Jónas og Milda hjartað