Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Verðlaunahafar í Húsdýragarði..

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Verðlaunahafar í Húsdýragarði..

15.03.2018 - 17:47

Höfundar

Í þættinum Konsert í kvöld rifjum við það upp þegar Stuðmenn og Nýdönsk spiluðu í Húsdýragarðinum um verslunarmannahelgi fyrir áratug.

Stuðmenn voru heiðraðir heldur betur á Íslensku tónlistarverðlaununum í gær með heiðursverðlaunum ÍTV en þau eru veitt fyrir langan og gæfuríkan feril, og það er hann svo sannarlega ferill Stuðmanna.

Félagarnir í Ný Dönsk voru líka heiðraðir en þeir fóru heim með verðlaun fyrir Poppplötu ársins, popplag ársins, þeir eru textahöfundar og söngvarar ársins.

Þeir eru að sjálfsögðu hinir kátustu með þetta alltsaman eins og Stuðmenn með sitt, en Lilja Alfreðsdóttir Menntamálaráðherra afhenti Stuðmönnum verðlaunin í gær.

En við ætlum í kvöld að taka ofan fyrir Stuðmönnum og Nýdönsk og rifja upp og hlusta á tónleika Stuðmanna og Nýdönsk í Húsdýragarðinum sunnudagskvöldið um verslunarmannahelgina árið 2008.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Tónlist

Blúshátíð 2008 rifjuð upp

Tónlist

Púlsinn - Njálsbúð - Sálin á Rás 2 1991-2005

Tónlist

Landsbyggðarkonsert

Apparat 2002 og Reykjavík Folk Festival 2015