Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Verðlaunaféð fer í skattinn

Mynd: RÚV / RÚV

Verðlaunaféð fer í skattinn

27.10.2015 - 20:24

Höfundar

Dagur Kári Pétursson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Fúsa sló á létta strengi í þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í kvöld. Mynd hans, Fúsi fékk kvikmyndaverðlaunin í ár. Dagur Kári sagði meðal annars að verðlaunaféð kæmi sér vel, hann skuldaði skattinum peninga.

Í umsögn dómnefndar segir: 

 „Myndin er fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi.

Fúsi eftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.“

Tengdar fréttir

Menningarefni

Fúsi fær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Mynd með færslu
Menningarefni

Fúsi framlag Íslands hjá Norðurlandaráði

Fúsi slær í gegn í New York