Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Verði dagur íslenskrar náttúru

16.09.2010 - 17:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, lýsti í dag vilja sínum að gera daginn í dag, 16. september, að degi íslenskrar náttúru til heiðurs Ómari Ragnarssyni, sem er sjötugur í dag. Ómar vissi ekkert hvað til stóð er hann var boðaður í beina útsendingu á Rás tvö á fimmta tímanum.

Hlutirnir gengu hratt fyrir sig. Hlustandi hringdi í Guðfinn Sigurvinsson annan umsjónarmann síðdegisútvarpsins í dag og vildi fá umræðu um þá hugmynd að dagurinn yrði framvegis dagur íslenskrar náttúru til heiðurs Ómari Ragnarssyni. Guðfinnur hafði þegar samband við Svandísi umhverfisráðherra, sem lýsti strax yfir stuðningi sínum. Hún kom í hljóðver Rásar 2 með Ómari sem átti ekki til orð.

Svandís sagðist ætla að kynna málið í ríkisstjórn á morgun, forsætisráðherra vissi af málinu og væri því samþykkur.