Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vélarvana bátur í tog undan Vogum

17.02.2020 - 02:22
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - Landsbjörg
Björgunarsveit var kölluð út vegna vélarvana báts undan Vogum á Vatnsleysuströnd seint í gærkvöld. Báturinn var tekinn í tog af Hannesi Þ. Hafstein, björgunarbát Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum gengur allt vel og eru bátarnir væntanlegir að bryggju á Sandgerði.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV