„Leikararnir njóta sín mjög vel,“ segir Hlín. „Þetta eru súperleikarar, með Hilmi Snæ í aðalhlutverki.“ Snæbjörn segir að verkið virki best þegar hann er til staðar á sviðinu.
Þó verkið sé skrifað 2001 er það helst til of gamaldags segir Hlín. „Þetta er dálítið sérkennileg sýn á okkar dögum, þær eru heimavinnandi húsmæður,“ segir hún um kvenhlutverkin. „Þetta er dálítið gamaldags að því leytinu til.“
„Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund, en kannski kominn tími til að finna annað farsaskáld,“ segir Snæbjörn um uppsetninguna, en í það minnsta 6 verk hafa verið sett upp eftir hann hér á landi.