Veistu hvar við verðum árið 2118?

Mynd:  / 

Veistu hvar við verðum árið 2118?

30.11.2018 - 16:26
Vigdís og Gummi í Veistu hvað? veltu því fyrir sér í tilefni fullveldisafmælis landsins nú 1. desember hvar við verðum stödd eftir 100 ár, árið 2118. Þau fengu líka góða hjálp frá Sævari Helga til að rýna í framtíðina.

„Í vísindaskáldskap er oft dregin upp frekar dökk mynd af framtíðinni en það er í rauninni lítið sem við getum vitað um stöðuna í alheiminum árið 2118,“ segir Sævar Helgi. En við vitum að það verður meira fólk á jörðinni og þar af leiðandi minna pláss.

Hugmyndin um það hvort að mannkynið muni á næstu áratugum flytja á aðra plánetu, eins og til dæmis Mars, virðist enn sem komið er vera frekar fjarlæg en Sævar segir mikið þurfa að eiga sér stað til að það gerist. Þar þyrfti að manngera plánetuna, finna vatn og undirbúa jarðveg til þess að þar sé hægt að rækta gróður. 

Framtíðin felur líka í sér aukna tækni, munu tölvur taka yfir störfin okkar eða munu þær kannski taka yfir heiminn?

Vigdís, Gummi og Sævar ræddu meðal annars manngerðar plánetur, magaskynjara og lyftuþjóna í þættinum, hlustaðu á hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.