
Dawn Sturgess fannst meðvitundarlaus á laugardagsmorgun á heimili Rowley á Muggleton vegi í Amesbury en hann er í 13 kílómetra fjarlægð frá Salisbury. Síðar sama dag var lögregla kölluð út aftur þar sem Rowley var meðvitundarlaus á heimili sínu.
Þau eru bæði í lífshættu á sjúkrahúsi í Salisbury en þau eru breskir ríkisborgarar og íbúar á svæðinu.
BREAKING: Scotland Yard confirm the two critically ill people from Amesbury were exposed to novichok - the nerve agent that was used to poison the Skripals in Salisbury four months ago. pic.twitter.com/BI8vb7wDpB
— BBC Wiltshire (@BBCWiltshire) July 4, 2018
Á blaðamannafundinum var staðfest að efnið Novichok, sem einnig var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal hafi verið notað gegn hinni 44 ára gömlu Sturgess og hinum 45 ára gamla Rowley. Að sögn lögreglu er ekki ljóst á þessari stundu hvort málin tengist.
"The two people have been exposed to the nerve agent Novichok" - UK police give update on man and woman found unconscious in Amesbury, Wiltshire https://t.co/ZURBif81ns pic.twitter.com/fD29Z8T0kl
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 4, 2018
Búið er að girða af nokkra staði sem talið er að parið hafi heimsótt í bænum í aðdraganda málsins.
Parið heimsótti garð í Salisbury í nágrenni þess þar sem Skripal feðginin urðu fyrir eitrun þann 4. mars.
Lögregla segir ekkert benda til þess að um banatilræði gegn parinu hafi verið að ræða og að enginn annar með einkenni novichok eitrunar hafi fundist.
Hryðjuverkadeild lögreglu fer nú með rannsókn þess og koma meira en hundrað lögreglufulltrúar að því. Yfirvöld hafa verið á varðbergi fyrir efninu á svæðinu frá því að Skripal feðgininin veiktust.
Hér má lesa yfirlýsingu frá lögreglu vegna málsins en þar segir meðal annars að á mánudaginn hafi sýni úr parinu verið send til rannsóknar hjá Porton Down, rannsóknarstöðvar breska hersins. Upphaflega var talið að parið hafi veikst í kjölfar vímuefnaneyslu en vegna einkenna sem það sýndi rann upp grunur um að Novichok-eitrun væri að ræða.
Rannsóknin staðfesti um að novichok eitrun hafi verið að ræða.