Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Veiðileyfi á nashyrning í útrýmingarhættu

12.01.2014 - 09:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Dýraverndunarsinnar mótmæltu fyrir utan uppboðshús í Dallas í Texas í gær, þar sem boðið var upp namibískt veiðileyfi á svartan nashyrning. Svartir nashyrningar eru, eins og flestar aðrar nashyrningategundir, í bráðri útrýmingarhættu.

Um þriðjungur þeirra fimmtán þúsund svörtu nashyrninga sem eftir eru búa í Namibíu, og gefa þarlend yfirvöld út þrjú veiðileyfi á ári, og einungis á aldraða nashyrningakarla sem hættir eru að fjölga sér. Veiðileyfi á nashyrning hefur aldrei áður verið selt utan Namibíu.

Mikill viðbúnaður var við uppboðshúsið í Dallas, en dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt uppboðið harðlega. Leyfið var selt til óþekkts kaupanda á 350 þúsund dollara eða um 41 milljón íslenskra króna.