Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vegurinn um Kjalarnes lokaður

10.03.2017 - 22:16
Mynd með færslu
Frá Kjalarnesi. Mynd úr safni.  Mynd: Hallgrímur Indriðason - RÚV
Vesturlandsvegur í gegnum Kjalarnes er nú lokaður. Rétt sunnan við Grundahverfi eru stórar plötur í fokhættu, en bálhvasst er nú á Kjalarnesi og vindhviður fara í 45 metra á sekúndu. Lögregla og björgunarsveitir eru á staðnum að flytja plöturnar á öruggan stað. Búast má við að vegurinn verði lokaður framundir klukkan ellefu í kvöld.

 

 

 

 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV