
Vegurinn í Árneshreppi ekki lengur lokaður
Vegagerðin varar þó við grjóthruni á Strandavegi. Á svæðinu er mikil úrkoma og því gætu fallið skriður norðan Bjarnarfjarðar.
Vestfirðir: Vegna mikillar úrkomu er hætta á grjóthruni á Strandavegi (643), á þekktum skriðustöðum norðan Bjarnarfjarðar. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) 13 August 2019
Í gærkvöldi var greint frá því að heljarmikið bjarg sæti á miðjum veginum inn í Árneshrepp á Ströndum. Þá hefðu aurskriður fallið á veginn en mikil úrkoma var á þessu svæði í gær. Vegurinn væri þess vegna lokaður. Elías Svavar Kristinsson birti myndir af skriðunum á veginum á Facebook í gær.
Þegar Vegagerðin fór á stúfana í morgun fundust engin ummerki um heljarmikið bjarg á veginum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Fréttin hefur verið uppfærð.