Slæmu veðri er spáð víða um land á morgun. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Hún tekur gildi eftir hádegi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og hafa í huga að það verður ekkert ferðaveður.