Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vegum mögulega lokað vegna veðurs

10.03.2019 - 21:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Slæmu veðri er spáð víða um land á morgun. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Hún tekur gildi eftir hádegi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og hafa í huga að það verður ekkert ferðaveður.

Gul viðvörun verður í gildi aðfaranótt þriðjudags í öðrum landshlutum og fram eftir degi, fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Þar verður engin viðvörun í gildi. 

Búast má við að vegum verði lokað á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit á morgun vegna veðursins, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Ef til lokana kemur, þá er líklegt að þær standi fram undir hádegi á þriðjudag.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir