Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vegabréfsáritun í Víetnam

Mynd:  / 

Vegabréfsáritun í Víetnam

26.01.2018 - 11:33

Höfundar

Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.

Þau fara í gegnum landamæraeftirlit áður en þau komast til smábæjarins Hà Tiên. Þar er lítið um að vera og þau ákveða því að fara til eyjunar Phú Quốc sem er þar nálægt. Þau taka bát þangað og leigja sér reiðhjól til að kanna eyjuna. Það endar með heljarinar hjólatúr þar sem þau skoða fangelsi úr Víetnam stríðinu. Daginn eftir með tilheyrandi harðsperrum velja þau að leigja vélhjól og skoða safari-dýragarð þar á eyjunni. Að þeim ævintýrum loknum halda þau heim á leið til Kampot í Kambódíu.