RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Vefþulan óvirk um sinn

Vefþulan á RÚV.is, ómþýð tölvurödd sem les upp texta á vefnum, er óvirk um stundir. Vefþulan sem notuð var kom frá alþjóðlegu fyrirtæki, IVONA, sem hætt hefur starfsemi.

RÚV innleiddi vefþuluna Dóru á RÚV.is í samvinnu við Blindrafélagið. RÚV og félagið eru langt komin með að finna arftaka Dóru og standa vonir til að hægt verði að innleiða nýja vefþulu innan skamms.

15.10.2015 kl.16:14
ingolfurbs's picture
Ingólfur Bjarni Sigfússon
Fréttastofa RÚV
Birt undir: Þjónustutilkynningar