Albers tengist tveimur mikilvægum listaskólum myndlistarsögunnar, Bauhaus í Þýskalandi og Black Mountain Collage í Norður-Karólínu. Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við bandaríska listfræðinginn Nicholas Fox Weber um listakonuna en verka hennar mátti nýlega njóta ásamt með verkum Júlíönu Sveinsdóttur á sýningunni Lóðrétt/lárétt á Kjarvalsstöðum.