Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Veflistakonan Anni Albers

Mynd: CC  / Wikimedia

Veflistakonan Anni Albers

02.09.2015 - 16:36

Höfundar

Þýska myndlistarkonan Anni Albers er þekktust fyrir vefnaðarlist sína en hún vann einnig prentverk og gerði tilraunir með skartgripasmíði á sinni tíð.

Albers tengist tveimur mikilvægum listaskólum myndlistarsögunnar,  Bauhaus í Þýskalandi og Black Mountain Collage í Norður-Karólínu. Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við bandaríska listfræðinginn Nicholas Fox Weber um listakonuna en verka hennar mátti nýlega njóta ásamt með verkum Júlíönu Sveinsdóttur á sýningunni Lóðrétt/lárétt á Kjarvalsstöðum.