Varnargarður austan Víkur athugaður

15.10.2012 - 18:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglustjórinn á Hvolsvelli, fulltrúi Vegagerðarinnar og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ætla að fara yfir á fundi á fimmtudaginn kemur hvort hækka þurfi flóðvarnargarð austan Víkur í Mýrdal sem liggur þvert á þjóðveg 1 skammt frá Múlakvísl.

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir í Morgunblaðsgrein í morgun að brýnt sé að hækka hann miðað við upplýsingar um magn og dýpt Kötluhlaupa. Vegagerðin ber ábyrgð á garðinum og samkvæmt skýrslu sem Einar Hafliðason hjá Vegagerðinni vann í vor þarf ekki að hækka garðinn miðað við forsendur sem þá lágu fyrir. Garðurinn er nú fimm metra hár og 4-500 metra langur.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi