Varla stætt við kæjann í Reykjavíkurhöfn

14.02.2020 - 07:37
Mynd: Kristján Ingvarsson / RÚV
Það var varla stætt við kæjann í Reykjavíkurhöfn í nótt þegar Kristján Þór Ingvarsson, kvikmyndatökumaður RÚV, var á ferðinni fyrir fréttastofuna í nótt. Hann tók meðfylgjandi myndir áður en vindurinn náði hámarki.

Eftir að hafa lagt fréttabílnum á höfninni, komið sér fyrir og notað bílinn sem skjól byrjaði bíllinn hins vegar að hnika áfram jafnvel þó hann hafi verið í handbremsu og allt tryggt. Kristján segir léttúðlega hafa óttast að enda sjálfur í höfninni.

Síðan þessar myndir voru teknar í nótt hefur bætt töluvert í vind í Reykjavík og úrkoma aukist. Fólki er ráðlagt að halda kyrru fyrir heima hjá sér og ana ekki út í veðrið að óþörfu. Rauð viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið til klukkan 11 í dag.