Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Varðhald yfir grunuðum tölvuþjófum framlengt

02.03.2018 - 18:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hafa setið í haldi síðan í byrjun febrúar grunaðir um að tengjast innbrotum í þrjú gagnaver. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór lögregla fram á að mennirnir yrðu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins í næstu viku en dómari féllst einungis á að þeir sætu inni til miðvikudags.

Innbrotunum í gagnaverin þrjú hefur verið lýst sem þaulskipulögðum. Um 600 tölvum var stolið sem eru sérhannaðar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Virði þeirra er áætlað um 200 milljónir króna og þær eru ófundnar. Níu voru upphaflega handteknir vegna málsins og af þeim hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi.