
Samkvæmt sóttvarnarlögum á hver sem telur sig vera með alvarlegan smitsjúkdóm að tilkynna um slíkt. Þess vegna beinist rannsókn lögreglunnar jafnframt að því hvort maðurinn vissi af veikindum sínum.
Brot á sóttvarnarlögum varða þriggja mánaða fangelsi, en hegningarlög segja að hver sem veldur hættu á að næmur sjúkdómur berist út meðal manna skal sæta fangelsi allt að þremur árum.
Varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í dag í gæsluvarðhald til 20.ágúst að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn mun hafa komið til landsins í ágúst í fyrra. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta sé gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða
Ekki kemur fram hversu margar konur eru taldar hafa smitast en þær munu vera nokkrar. Fyrstu rannsóknir lögreglu og þá um leið heilbrigðisyfirvalda eru að komast að því hvaða konur maðurinn hefur átt samneyti við og hvort þær séu hugsanlega smitaðar. Þá liggur fyrir að komast að því hvort þær hafi hugsanlega smitað aðra.