Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Varað við úrsögn úr evrusamstarfi

29.05.2012 - 16:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Þjóðarbankinn, stærsti banki Grikklands, varaði í dag við hugmyndum um að snúa baki við evrusamstarfinu og sagði að það myndi hafa hörmulegar afleiðingar.

Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að lífskjör myndu versna til muna. Meðaltekjur myndu minnka um meira en helming og nafnvirði nýs gjaldmiðils lækka um 65 prósent. Þá myndi verðbólga fara yfir 30 prósent og atvinnuleysi fara úr 21 prósenti í 34 prósent. Auk þess sem Grikkir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum.

Hugmyndir um úrsögn úr evrusamstarfinu hafa fengið byr undir báða vængi á undanförnum vikum, en mikil óánægja er meðal landsmanna með samninga við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um leiðir til að leysa skuldavanda Grikkja.