Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Varað við stormi á landinu á morgun

24.02.2015 - 12:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við stormi á landinu á morgun. Í tilkynningu frá embættinu segir að búast megi við samgöngutruflunum á landinu á morgun, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurspá Veðurstofunnar er annars svohljóðandi:

Í dag (þriðjudag) er útlit fyrir tiltölulega rólegt veður, minnkandi norðaustlæga átt, 5-13 m/s síðdegis. Él eða dálítil snjókoma í flestum landshlutum. Frost 0 til 8 stig, kaldast fyrir norðan. 

Á morgun gengur í suðaustan og austan 20-28 m/s S- og V-lands með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst. Hægari og úrkomulítið á N- og A-landi, en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost á morgun, en hiti um eða yfir frostmarki S-til seinnipartinn. 

Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags dregur verulega úr vindi og úrkomu á landinu. Þó má reikna með að áfram verði hvasst og snjókoma á Vestfjörðum og gæti gengið í norðan ofsaveður þar á fimmtudagsmorgun með talsverðri ofankomu.