Svifryk mælist hátt á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við Grensásveg var hálftímagildi svifriks var um 230 míkrógrömm á rúmmetra klukkan tíu. Við Hringbraut var hálftímagildið um 260 míkrógrömm á rúmmetra á sama tíma og styrkur mældist yfir 100 grömm við Eiríksgötu. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.