Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vara við miklu svifryki næstu daga

08.03.2018 - 12:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Svifryk mælist hátt á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við Grensásveg var hálftímagildi svifriks var um 230 míkrógrömm á rúmmetra klukkan tíu. Við Hringbraut var hálftímagildið um 260 míkrógrömm á rúmmetra á sama tíma og styrkur mældist yfir 100 grömm við Eiríksgötu. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg má búast við miklu svifryki og köfnunarefnisdíoxíðsmengunar við umferðargötur næstu daga. Mælst er til þess að börn og þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum stundi ekki útivist nærri stórum umferðargötum á meðan svifryk rýrir loftgæði.

Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að fylgjast með lofgæðum á höfuðborgarsvæðinu.

 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV