Landhelgisgæslan vekur á vef sínum athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga. Stórstreymt er þessa dagana. Samkvæmt útreiknuðum sjávarfallaspám sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar verður árdegisflóð í Reykjavík í fyrramálið 4,5 metrar, til samanburðar þá er sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði 4,0 metrar.