Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Var Ingólfur ekki fyrstur landnámsmanna?

27.09.2013 - 19:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Það er sama hvað Páll Theódórsson segir um landnám Íslands, fornleifafræðingar svara honum engu. Hann hefur birt grein í Skírni, haldið fyrirlestra hér og þar, skrifað fornleifafræðingum bréf og útlistað rannsóknir sínar.

En Páll fær ekki svar. Að minnsta kosti fær hann ekki skrifleg, rökstudd svör.  Í sögubókum segir að Grænland hafi fundist frá Íslandi 975, Alþingi fyrst haldið á Þingvöllum 930, landnám Ingólfs áætlað kringum 870.  Páll Theódórsson eðlisfræðingur segir að rannsóknir hans bendi til að landnám hafi hafist á Íslandi hundrað til tvö hundruð árum fyrr. Páll lýsti rannsóknum sínum í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag. Fullt var út úr dyrum. Páll segist ekki vera að leita að sannleika um eitt eða neitt heldur aðeins að safna upplýsingum. Þeir fornleifafræðingar sem fundinn sótti fóru flestir þegjandi á dyr. Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga, ræddi við Pál og Spegilinn í lok fundarins. Þeir ákváðu að taka upp samtal og hittast á fundi í félagi Ármanns.  Rætt við þá báða í Speglinum.